Sveitarstjórnarfundur 1297 í Strandabyggð, 10.12.19 -FRESTAÐ TIL 12.12.19
Sveitarstjórnarfundur 1297 í Strandabyggð
FUNDI VERÐUR FRESTAÐ VEGNA VEÐURS TIL FIMMTUDAGSINS 12.12.19 KL.16.00
Fundur nr. 1297, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. desember 2019 kl 16:00 í Hnyðju.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun 2020 – seinni umræða
- Gjaldskrár Strandabyggðar
- Lántaka Veitustofnunar
- Breytingar á eignarhaldi í Sævangi, fundargerð Hvatar, 20.10.19
- Minnisblað sveitarstjóra vegna bílastæðis á Skeiði
- Forstöðumannaskýrslur, nóvember
- Nefndarfundir
- Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 9.12.19
- Velferðarnefnd, 27.11.2019
- Stjórnarfundur Vestfjarðastofu nr. 21 – til kynningar
- Þinggerð 4. Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga, 2019 – til kynningar
- Erindi eigenda Ögurs og Ögurferða í Súðavíkurhreppi, til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, vegna starfsemi á Garðstöðum – til kynningar
- Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnarfundur 876 – til kynningar
- Hafnarsamband Íslands, fundargerð 417 – til kynningar
- Siglingaráð Íslands, fundargerð 19 – til kynningar
- Tillaga til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi – til kynningar.
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Jón Gísli Jónsson
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Jón Jónsson
Jólabingó Ozon
Miðvikudaginn 11.des. kl. 18.00 verður hið árlega
jólabingó félagsmiðstöðvarinnar Ozon í
félagsheimilinu á Hólmavík.
Veglegir vinningar í boði
Hlökkum til að sjá þig
Jólakveðja
Ozonráð
Varðstjóri Slökkviliðs Strandabyggðar
Varðstjóri Slökkviliðs Strandabyggðar
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda bs. (BDRS) auglýsa stöðu varðstjóra Slökkviliðs Strandabyggðar lausa til umsóknar.
Um er að ræða stöðu í hlutastarfi. Launakjör samkvæmt kjarasamningum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í slökkviliði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá næstkomandi áramótum.
Búsetuskilyrði: Viðkomandi þarf að búa innan við 10 mínútna fjarlægð frá slökkvistöð.
Umsóknarfrestur er til hádegis 9. desember 2019. Umsóknum ásamt upplýsingum um reynslu og menntun skal skilað rafrænt á póstfangið slokkvilid@dalir.is merkt "Varðstjóri Strandabyggð".
Allir áhugasamir hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Ívar Örn Þórðarson, Slökkviliðsstjóri, sími 430 4700 eða 451 3510
Jóladagatalið 2019 - NÝTT 11.desember
Hér birtum við síðan fyrstu útgáfu af Jóladagatalinu okkar þetta árið en það verður uppfært um leið og tilkynningar berast á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is. Hægt er að skoða í stærri útgáfu ef þið smellið hér á pdf.útgáfu (uppf.kl. 12.20 11.desember)