A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráð hittir sveitarstjórn

| 12. febrúar 2020
Ungmennaráð Strandabyggðar hitti sveitarstjórn og sveitarstjóra á fundi í gær, 11. febrúar í Hnyðju.  Þar var mikið rætt og skipst á skoðunum um ýmislegt; allt frá aðgengi að orkudrykkjum til heimsókna ungmennaráðs á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.  Ungmennin ætla að heimsækja heilbrigðisstofnunina einu sinni í viku til að spjalla við vistmenn, spila og hafa gaman.

Fram kom á fundinum að Ungmennaráð vill virkja nemendur innan grunnskólans, efla nemendaráð og vera almennt virkar í að móta sitt umhverfi.  Rætt var um símabann, sem nemendur sjálfir settu á í skólanum þessa vikuna og þótti þeim öllum það gott fyrirkomulag.

Sveitarstjórn tók fagnandi á móti ungmennaráði og hvetur til fleiri heimsókna af þessu tagi.

Gæða skólastarf á 21 öldinni - Getur skólastarf í Strandabyggð skarað frammúr á heimsvísu?

| 12. febrúar 2020
Grunnskólinn á Hólmavík, Trappa og Strandabyggð, standa fyrir fundi um menntamál í Hnyðju miðvikudaginn 19. febrúar n.k. kl 17-19. 

 

Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu, mun fara yfir áherslur í starfi grunnskóla og hvernig unnið er eftir aðalnámskrá grunnskóla.  Hér er kjörið tækifæri til að fræðast um þær áherslur og þau viðmið sem skólastarf á Hólmavík styðst við og ræða hvernig við getum eflt og stutt við skólastarf í Strandabyggð. 

Fundarstjóri er Þorgeir Pálsson.

Íþróttamaður ársins 2019

| 10. febrúar 2020
« 1 af 2 »


Á Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík, sem haldin var nýverið, voru veitt verðlaun vegna góðs árangurs í íþróttum í Strandabyggð.

Íþróttamaður ársins 2019 í Strandabyggð var valin Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir.
Hún hefur undanfarna mánuði, jafnvel ár, verið að  mæta í Íþróttamiðstöðina að meðaltali 6x í viku við ýmsar æfingar og má segja að Flosaból sé hennar annað heimili. Ragnheiður er frábær fyrirmynd í að hvetja aðra til hreyfings og hefur verið fús til að aðstoða og leiðbeina á öllum aldursstigum. Hún fær einróma hrós fyrir að þjálfa/leiðbeina eldri borgurum 1x í viku og þá bæði við æfingar í sal og Flosabóli. Viljum við íbúar í Strandabyggð þakka fyrir þann metnað, gleði og hvatningu sem lögð er í það verkefni.

 

Hvatningarverðlaun 2019 hlaut að þessu sinni Árný Helga Birkisdóttir. Hún hefur tekið þátt í mörgum íþróttamótum og má þar helst nefna Flandraspretti, götuhlaup HSS, Hamingjuhlaup, Silfurleikum ÍR, stórmót ÍR, minningarmóti Ólivers í frjálsum, Andrésar Andar leikarnir, ULM 2019 á Höfn, Þrístrendingnum 2019 sem og fótboltamót, félagsmót og síðast en ekki síst 10km hlaup í Tallin í Eistlandi í haust.

 

 

Forsætisráðherra verður hér á Hólmavík í dag. FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

| 10. febrúar 2020


Forsætisráðherra verður hér á Hólmavík í dag á leið sinni á Ísafjörð.  Með
henni í för verður Lilja Rafney, formaður atvinnumálanefndar Alþingis. 
Þær verða á Kaffi Galdri frá klukkan 17.00-18:30. 

 

Sveitarstjórnarfundur 1300 í Strandabyggð, 11.02.20

| 07. febrúar 2020

Sveitarstjórnarfundur 1300 í Strandabyggð


Fundur nr. 1300, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl 16:00 í Hnyðju.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:


 

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón