A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjórðungsþing á Hólmavík, 25-26. október

| 23. október 2019

4. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga verður haldið hér á Hólmavík dagana 25 og 26 október n.k.  í Félagsheimilinu á Hólmavík.  Reiknað er með gestum frá öllum Vestfjörðum, Dalabyggð og víðar, enda Haustþing mikilvægur vettvangur til að skoða helstu verkefni og áherslurmál fjórðungsins.  Þarna gefst sveitarstjórnarfóki og starfsmönnum sveitarfélaga líka tækifæri til að hitta starfsfélaga sína frá öðrum sveitarfélögum, auk þess að hitta þingmenn, ráðherra og embættismenn. Á föstudadginn verður t.d. Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis með ávarp og þá er reiknað með að samgöngu- og sveitarstórnarráðherra verði hér á laugardaginn þann 26. sem og Aldís Hafsteinsdóttir, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Mun ráðherra setja Umhverfislestina svokölluðu af stað.

Starfsmenn Vestfjarðastofu kynna Sóknaráætlun Vestfjarða og halda utan um vinnustofur.  Fyrir áhugasama er hér slóð á frekari upplýsingar um þingið.


https://www.vestfirdir.is/is/malaflokkar/sveitarstjornarmal/haustthing/haustthing-2020

Það má búast við umræðum um Samgönguáætlun, sem nýlega var lögð fram og hefur þegar valdið óánægju víða, en þar má t.d. nefna að Innstrandarvegur (Heydalsá - Þorpar) og vegur um Veiðileysuháls eru settir aftar í röðinni og koma ekki inn á áætlun fyrr en á 2. tímabili áætlunarinnar, eða frá 2025-2029. 

Þá verða sameiningarmál sveitarfélaga rædd og ljóst er að þar bíða krefjandi verkefni margra sveitarfélaga; verkefni sem þau mörg hver hefðu kosið að skipuleggja sjálf, í stað lögþvingaðrar sameingar.

Þrátt fyrir að þessi tvö mál séu mörgum erfið, er engu að síður mikilvægt að ná að ræða þau málefnalega á þessum vettvangi sem Fjórðungsþingið er. 

Viðvera Skipulagsfulltrúa fellur niður í dag

| 23. október 2019
Viðvera Skipulagsfulltrúa fellur niður í dag, miðvikudaginn 23. október.  Kannað verður hvort skipulagsfulltrúi komist hingað að viku liðinni.

Ungmennaþing

| 14. október 2019


Ungmennaþing verður haldið í Hnyðju, þriðjudaginn 15. október klukkan 17:00 
Verkefni Ungmennaráðs verða kynnt fyrir nýja ungmennaráðinu, m.a. heimsóknir á sjúkrahúsið og nýsköpunarverkefni. Veitingar koma frá Cafe Riis og vonumst við eftir að sjá sem flesta á aldrinum 13-25 ára. 
Stjórnin

Útskýringar vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2019

| 10. október 2019
« 1 af 2 »

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Það er oft svo þegar lagt er upp með mörg verkefni, að stundum ná þau ekki að klárast, forsendur þeirra og mikilvægi breytist og eða áherslur sveitarstjórnar breytast.  Breytingarnar geta svo átt sér stoð í breyttu rekstrarumhverfi, breyttum áherslum eða stefnu, eða af öðrum utanaðkomandi ástæðum.

 

Þannig er það í Strandabyggð, að ýmislegt í fjárhagáætlun 2019, núverandi árs, hefur breyst.  Þá er gerður svokallaður viðauki, breytingin rakin og afleiðingar hennar útskýrðar.  Sveitarfélögum ber skylda til að gera grein fyrir breytingum á fjárhagsáætlunum, í formið viðauka.  Á sveitarstjórnarfundi 8. október, var samþykktur viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019 í Strandabyggð og eru breytingarnar útskýrðar hér:

 

Breytingarnar eru:

  • Grunnskólinn.  Þar var gert ráð fyrir hönnun við inngang, aðgengi fatlaðra ofl. kr. 2. milljónir  Kostnaður vegna verkefna verður 1. milljón þannig að kr. 500.000 sitja eftir og „sparast“ þannig
  • Leikskólinn.  Gert var ráð fyrir framkvæmdum vegna hönnun lóðar, tækjakaupa, auk málningarkostnaðar ofl. og kr. 5 milljónir en verða 2. milljónir og því sparast þar 3 milljónir.
  • Íþróttamiðstöð.  Þar var lagt upp með talsverðar framkvæmdir sem flestar hafa gengið eftir.  Heildaráætlun var kr. 14. milljónir, umframkostnaðar við ramp, hurð á kjallara og uppsetningu myndavélakerfis er um kr. 4 milljónir, sem verður mætt með lántöku
  • Slökkvibíll.  Ekki var gert ráð fyrir neinum kostnaði vegna bílsins á árinu 2019, sem reyndist því miður ekki tilfellið.  Þar myndast umframkostnaður rúmlega kr. 5 milljónir sem mætt er með lántöku
  • Yfirlögn á götur.  Eins og íbúar vita, var lagt á nokkrar götur í þorpinu í sumar og fögnum við því.  Kostnaður vegna meiri vinnu við eina þeirra auk kostnaðar við aðra götu sem ekki var á áætlun, valda umframkostnaði kr. 3.5 milljónir, sem mætt er með lántöku
  • Ný rétt í Staðardal.  Ekki náðist að vinna að þessu verkefni í ár og frestast því sú framkvæmd.  Við það „sparast“ kr. 1 milljón
  • Bragginn, geymsla.  Gert var ráð fyrir viðhaldskostnaði að upphæð kr. 1.5 milljón, sem ákveðið er að fresta.  Við það sparast 1.5 milljón
  • Þróunarsetur, viðhald.  Lagt var upp með viðhaldskostnað kr. 500 þúsund, en vegna m.a. lélegs tölvusambands varð að ráðast í lagningu ljósleiðara inn í húsið, með auknum kostnaði.  Við þetta varð til umframkostnaður kr. 1.3 milljónir, sem mætt er með lántöku.
  • Félagsheimilið.  Að auki má nefna að gert var ráð fyrir framkvæmdum í Félagsheimilinu á árinu, kr. 2 milljónir.  Lagningu ljósleiðara var frestað, en á móti komu framkvæmdir vegna frágangs í kjallara og lagnavinnu sem ekki var gert ráð fyrir.  Að auki verður keypt uppþvottavél með tilheyrandi búnaði.  Þessar breytingar jafnast hins vegar út á móti sparnaði, þannig að raunbreyting frá áætlun er engin og því er þessi liður ekki tilgreindur í viðaukanum.

 

Það er alltaf svo að einhvern lærdóm má draga af svona breytingum.  Áætlanagerð er vandmeðfarin og viðkvæm fyrir óvissuþáttum og víst er að nóg er af þeim í okkar rekstrarumhverfi.  Engu að síður þá munum við kappkosta að gera okkar áætlanir þannig að frávik og viðaukar verði í algeru lágmarki.

 

Það er von okkar að þessu stutta samantekt útskýri fyrir íbúum hvað viðaukar eru og hvernig þeir verði til.

 

Nú er vinna við fjárhagsáætlun 2020 komin af stað og við fögnum öllum góðum ábendingum og skoðunum íbúa.  Slíkar ábendingar má gjarnan senda á sveitarstjóra á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

Námskeið í boði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

| 09. október 2019
« 1 af 3 »


Hér eru áhugaverð námskeið í boði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón