A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umsögn sveitarstjórnar Strandabyggðar, vegna reglugerðar um hrognkelsaveiðar 2020

| 15. janúar 2020
Eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar var í dag sett inn í Samráðsgáttina varðandi drög að reglugerð sjávarútvegsráðherra um hrognkelsaveiðar 2020:

„ Sveitarstjórn Strandabyggðar harmar þau áform um breytingar á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða sem fram koma í Reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2020.  Í Strandabyggð eru nokkrar útgerðir sem byggja rekstrarafkomu sína á þessum veiðum og gangi þessi reglugerðarbreyting eftir, er vegið harkalega að rekstrargrundvelli þeirra og þar með atvinnulífi í sveitarfélaginu.  Vill sveitarstjórn benda á nokkur augljós atriði og afleiðingar þeirra;

·       Með þessari reglugerð er ráðherra að fara gegn niðurstöðu og ábendingum Starfshóps um veiðistjórnun hrognkelsaveiða, frá september 2018, en þar mælir starfshópurinn með fiskveiðistjórnun á grundvelli aflamarks.  Þess í stað gerir reglugerðin áfram ráð fyrir veiðistýringu á grundvelli dagafjölda.  Hver dagafjöldinn verður, er óljóst í reglugerðinni.

·       Ný reglugerð kemur verst við minni útgerðir, þar sem hrognkelsaveiðar eru mikilvægður liður í starfsemi þeirra á ársgrundvelli.  Ljóst er, sökum niðurskurðar í teinalengd (úr 7.500 í 3.750 metra), að margar útgerðir munu ekki sjá sér fjárhagslega fært að sinna þessum veiðum á þessum breyttu forsendum og þar með rofnar heilsárs rekstrargrundvöllur þeirra.

·       Með niðurskurði á teinalengd, er ljóst að útgerðir þurfa að fækka í mannskap og margir munu freista þess að róa einir.  Slíkt fyrirkomulag, í kappi við tímann, en ekki aflamark, býður þeirri hættu heim að bátar fari á sjó í ótryggari veðrum en ella.  Slíkt fyrirkomulag er tímaskekkja og stríðir gegn þeirri áherslu að hafa ávallt öryggi sjómanna að leiðarjósi.

·       Hrognkelsaveiðar eru ekki aðeins mikilvægar þeim sem þær stunda, heldur eru afleidd störf mikil og mikilvæg, m.a. við flutning í vinnslu, meðhöndlun og vinnslu afurða o.s.frv.  Viðbúið er að hluti þessara starfa dragist saman og/eða leggist af, verði reglugerðarbreytingin að veruleika.

·       Ýmis ákvæði nýrrar reglugerðar eru óskýr og varla framkvæmanleg og má þar nefna þá kröfu að útgerðir tilgreini upphaf veiða löngu fyrirfram.  Eins eru útgerðir beðnar að áætla meðafla fyrir veiðiferð, þó svo að reglugerðin kveði einnig á um að „óheimilt er að stunda aðrar veiðar en hrognkelsaveiðar í sömu ferð“.

 

Það eru því tilmæli sveitarstjórnar Strandabyggðar, að ráðherra endurskoði ákvæði reglugerðarinnar í samráði við umbjóðendur sína, með það að leiðarljósi að tryggja samtímis öryggi og velferð sjómanna og skynsamlega umgengni um auðlindina.“

Sveitarstjórnarfundur 1298 í Strandabyggð, 14.01.20 - FRESTUN

| 14. janúar 2020
Sveitarstjórnarfundi nr. 1298 í Strandabyggð, se halda átti í dag, 14.01. er frestað vegna veðurs og óviðráðanlegra orsaka til föstudagsins 17. janúar n.k. kl 16.00 í Hnyðju.

Sveitarstjórnarfundur 1298 í Strandabyggð, 14.01.20

| 10. janúar 2020

 

Fundur nr. 1298, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Breytingar í sveitarstjórn; skipan í nefndir
  2. Forstöðumannaskýrslur
  3. Fundargerðir nefnda
    1. Ungmennaráð, 19.12.19
    2. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 13.1.20
    3. Umhverfis- og skipuagsnefnd, 13.1.20
  4. Starfsáætlun Strandabyggðar, 2020
  5. Rekstraráætlun Sorpsamlagsins
  6. Hafnarsjóður, ný gjaldskrá
  7. Úthlutun byggðakvóta 2020-2021
  8. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundur 877
  9. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 418
  10. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundargerðir 125 og 126
  11. Vegagerðin; stefna 2020-2025 – til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Sameining leik-, grunn- og tónskóla Strandabyggðar - staða mála

| 08. janúar 2020

 Núna frá og með 1. janúar, getum við í raun byrjað að tala um sameinaðan leik-, grunn- og tónskóla Strandabyggðar í eina rekstrareiningu.  Þetta er hins vegar stórt verefni og flókið á vissan hátt og því mun innleiðing sameiningarinnar gerast í skrefum. Vinna við innleiðingu sameiningarinnar er í höndum sérstaks vinnuhóps auk verkefnastjóra frá Tröppu ehf.

Kennsla í báðum skólum verður með óbreyttu sniði fram á vor, en í haust fer kennsla fram í fyrsta sinn undir formerkjum sameinaðs skóla, og verður þá búið að skilgreina og skipuleggja hvernig kennslan og skólastarfið mun tvinnast saman.  Þegar er hafin vinna í sérkennsluteymi út frá hagsmunum og forsendum sameinaðs skóla.

Núna í janúar verður unnið að skipulagsbreytingum og gerð skipurits fyrir sameinaðan skóla.  Þegar er búið að ganga frá breytingum varðandi yfirstjórn.  Frá 1. janúar 2020 er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir ráðinn skólastjóri sameinaðs skólaog Alma Benjamínsdóttir er aðstoðarleikskólastjóri. 

Samhliða vinnu við skipulagsmál og skipuritsgerð núna í janúar, verður byrjað að skoða réttindamál, leyfisbréf og fyrirkomulag ráðninga til sameinaðs skóla. Verið er að vinna að sameiginlegri fjárhagsáætlun og hófst sú vinna s.l. haust, í tengslum við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins.

Þá þarf að hugleiða hvort sameinaður skóli þurfi ekki nýtt nafn og verður nánar sagt frá því síðar.


Það er gjarnan svo, að góðar hugmyndir og áætlanir standa og falla með innleiðingunni.  Það er því mikið í húfi að okkur takist að ná saman um þann ramma og þær áherslur sem nýr, sameinaður skóli mun vinna eftir.  Allar ábendingar eru því vel þegnar því allar raddir þurfa að heyrast. 

Starf við leikskólann Lækjarbrekku

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. janúar 2020

Störf deildarstarfsmanna við leikskólann Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í 100% stöðu. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að starfa með börnum. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf 3. febrúar 2020.

 

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Við leikskólann er unnið eftir áherslum jákvæðs aga. Einnig er lögð mikil áhersla á læsi í víðum skilningi. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki frumkvæði og sjálfstæði í starfi góður kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 16.janúar 2020.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sími 4513411. 

Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða Leikskólann Lækjarbrekku, Brunngötu 2, 510 Hólmavík

 

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón