A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gæða skólastarf á 21 öldinni - Getur skólastarf í Strandabyggð skarað frammúr á heimsvísu?

| 12. febrúar 2020
Grunnskólinn á Hólmavík, Trappa og Strandabyggð, standa fyrir fundi um menntamál í Hnyðju miðvikudaginn 19. febrúar n.k. kl 17-19. 

 

Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu, mun fara yfir áherslur í starfi grunnskóla og hvernig unnið er eftir aðalnámskrá grunnskóla.  Hér er kjörið tækifæri til að fræðast um þær áherslur og þau viðmið sem skólastarf á Hólmavík styðst við og ræða hvernig við getum eflt og stutt við skólastarf í Strandabyggð. 

Fundarstjóri er Þorgeir Pálsson.

Íþróttamaður ársins 2019

| 10. febrúar 2020
« 1 af 2 »


Á Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík, sem haldin var nýverið, voru veitt verðlaun vegna góðs árangurs í íþróttum í Strandabyggð.

Íþróttamaður ársins 2019 í Strandabyggð var valin Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir.
Hún hefur undanfarna mánuði, jafnvel ár, verið að  mæta í Íþróttamiðstöðina að meðaltali 6x í viku við ýmsar æfingar og má segja að Flosaból sé hennar annað heimili. Ragnheiður er frábær fyrirmynd í að hvetja aðra til hreyfings og hefur verið fús til að aðstoða og leiðbeina á öllum aldursstigum. Hún fær einróma hrós fyrir að þjálfa/leiðbeina eldri borgurum 1x í viku og þá bæði við æfingar í sal og Flosabóli. Viljum við íbúar í Strandabyggð þakka fyrir þann metnað, gleði og hvatningu sem lögð er í það verkefni.

 

Hvatningarverðlaun 2019 hlaut að þessu sinni Árný Helga Birkisdóttir. Hún hefur tekið þátt í mörgum íþróttamótum og má þar helst nefna Flandraspretti, götuhlaup HSS, Hamingjuhlaup, Silfurleikum ÍR, stórmót ÍR, minningarmóti Ólivers í frjálsum, Andrésar Andar leikarnir, ULM 2019 á Höfn, Þrístrendingnum 2019 sem og fótboltamót, félagsmót og síðast en ekki síst 10km hlaup í Tallin í Eistlandi í haust.

 

 

Forsætisráðherra verður hér á Hólmavík í dag. FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

| 10. febrúar 2020


Forsætisráðherra verður hér á Hólmavík í dag á leið sinni á Ísafjörð.  Með
henni í för verður Lilja Rafney, formaður atvinnumálanefndar Alþingis. 
Þær verða á Kaffi Galdri frá klukkan 17.00-18:30. 

 

Sveitarstjórnarfundur 1300 í Strandabyggð, 11.02.20

| 07. febrúar 2020

Sveitarstjórnarfundur 1300 í Strandabyggð


Fundur nr. 1300, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl 16:00 í Hnyðju.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:


 

...
Meira

Læsisstefna leikskólans Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. febrúar 2020

 

Leik- og grunnskólar í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskólinn Lækjarbrekka Strandabyggð hafa um nokkurt skeið unnið að læsisstefnu skólanna. Markmiðið með sameiginlegri læsisstefnu var að samræma kennsluhætti og námsmat og efla læsi. Unnin var heildstæð stefna af fulltrúum allra leik- og grunnskóla á svæðinu ásamt fræðslustjóra Austur Húnavatnssýslu. Áhersla var lögð á að allir fengju að hafa áhrif á mótun stefnunnar og hún unnin þvert á skólastig. Út frá þeirri vinnu var gerður bæklingurmeð helstu áherslum úr stefnunni. Bæklinginn má nú finna hér. 

Vel er við hæfi að birta bæklinginn á degi leikskólans og sendum við hamingjuóskir til barna, foreldra og starfsmanna leikskólans Lækjarbrekku.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón